Víkingaþorpið okkar

Taktu skref aftur í tímann og kíktu á Víkingaþorpið okkar

Hefur þú einhvern tíma velt því fyrir þér hvernig víkingalífið var á Íslandi? Viltu upplifa ekta andrúmsloft víkingabyggðar? Ef svo er, þá er Víkingaþorpið fyrir þig!

Víkingaþorpið er einstakur staður sem gerir þér kleift að skoða eftirmynd af víkingaþorpi, byggt sem kvikmyndasett fyrir kvikmynd sem aldrei var tekin upp. Þú getur gengið um timburhúsin með grasþökum, séð flókinn útskurð og skreytingar og sannarlega týnt þér í heillandi tímum víkinganna til forna.

Víkingaþorpið í hnotskurn:

  • Víkingaþorpið var byggt árið 2009 sem kvikmyndasett fyrir kvikmynd sem aldrei var tekin upp.
  • Mest af efninu sem notað var við byggingu þorpsins var rekaviður úr fjörunni og gamlir símastaurar.
  • Aðgangur að víkingaþorpinu er innifalinn í aðgangseyri að Vestrahorni.
  • Víkingaþorpið er staðsett við rætur Vestrahorns á Suðausturlandi, á Stokksnesi. Sjáðu frekari upplýsingar á gagnvirka kortinu okkar af svæðinu.
  • Árið 2022 bættum við Víkingaskipi við vatnið nálægt Víkingaþorpinu.

Velkomin í víkingaþorpið okkar

Víkingaþorpið er staðsett á töfrandi stað við rætur Vestrahorns, umkringt dramatísku landslagi og graslendi. Þú getur notið útsýnisins yfir hafið og fjallið og tekið ótrúlegar myndir af landslaginu. Þú gætir jafnvel komið auga á dýralíf, svo sem hesta, fugla eða ef þú ert heppinn, íslensku tófuna.

Víkingaþorpið er opið allt árið um kring. Þú þarft bara að greiða lítin aðgangseyri (1.000 kr.) á Víking Cafe, þar sem þú getur einnig fengið þér dýrindis snarl og drykki. Víking Cafe er rekið af sömu fjölskyldu sem á landið og þorpið.

Kvikmyndasettið í Víkingaþorpinu framfylgdi loksins tilgangi sínum árið 2021 þegar það var notað sem einn af tökustöðum Netflix þáttaraðarinnar The Witcher: Blood Origin. Töfrandi andrúmsloft bæði víkingaþorpsins og alls Vestrahornssvæðisins er nokkuð áberandi í gegnum þáttaröðina.

Víkingaþorpið er staður fyrir alla sem elska sögu, menningu eða náttúru. Það er frábær leið til að sökkva sér í víkingatímann og skemmta sér á sama tíma. Ekki missa af þessu tækifæri til að heimsækja einn einstakasta stað Íslands!

Eitt af timburhúsunum í víkingaþorpinu

Víkingaskipið okkar

Ein nýjasta viðbótin við Víkingaþorpið er glæsilegt víkingaskip sem flýtur tignarlega í stöðuvatninu nálægt þorpinu. Skipið ber nafnið "DRAKAR" og er eftirlíking af hinu fræga Gaukstaðaskipi sem var langskip sem víkingar notuðu til viðskipta, könnunarleiðangra og hernaðar. Gaukstaðaskipið var smíðað um 890 e.Kr. og er nú staðsett á safni í Noregi. Skipið er með tréskrokk, eitt mastur og höfuð dreka í stafni.

Víkingaskipið var smíðað árið 2007 í Brasilíu. Það tók nokkra mánuði að ljúka smíðini og var hverju smáatriði veitt athygli. Skipið var að fullu sjófært og var stuttlega notað í Brasilíu fyrir skemmtisiglingar sem fluttu allt að 95 farþega.

Það var síðan keypt af víkingaáhugamanni sem vonaðist til að geta rekið ferðamannasiglingar frá Reykjavíkurhöfn. Því miður varð sá draumur aldrei að veruleika þar sem skipið sökk í höfninni í miklu óveðri og missti sjóhæfni sína. En á sínum tíma í Reykjavík heimsótti skipið forseta Íslands, á sínum eigin spítum, eftir að hafa rekið úr höfninni alla leið til Bessastaða.

Eftir að það var endurheimt úr sjónum keypti Vestrahorn skipið. Það var síðan flutt með íslenska hringveginum og svo sjóleiðis til þess hinsta hvíldarstaðar. Loksins eftir 15 ára viðburðaríkt ferðalag mun það nú uppfylla tilgang sinn við rætur Vestrahorns með að leyfa víkingaáhugafólki að stíga aftur í tímann.

Þú getur dáðst að víkingaskipinu utan frá, eða klifrað um borð og kannað það innan frá. Enn betra, stattu við stjýrið og ímyndaðu þér að þú siglir yfir hið ófyrirgefanlega Atlantshaf.

Víkingaskipið er frábær viðkomustaður fyrir alla sem vilja læra meira um sjómenningu víkingannna. Einnig er það skemmtileg leið til að upplifa hvernig það var að vera víkingasjómaður.

Það sem gestir okkar kunna að meta við víkingaþorpið okkar

snævi þakið víkingaþorp

Deildu víkingaævintýrinu þínu

eitt af torfþakhúsunum í víkingaþorpinu

Mikilvæg skilaboð fyrir öryggi gesta

Víkingaþorpið á Vestrahorni er einstakt aðdráttarafl sem veitir innsýn í líf og menningu víkinga til forna.

Vinsamlegast hafðu í huga að þorpið var byggt sem kvikmyndasett og er ekki ætlað til búsetu. Húsin eru hvorki örugg né þægileg fyrir gesti.

Þess vegna biðjum við þig vinsamlega að virða reglurnar og ekki fara inn í nein hús í þorpinu. Þú getur hinsvegar notið útsýnisins og tekið myndir utan frá.

Við þökkum samvinnu þína og skilning. Sem sárabætur hefur þú leyfi til að fara inn í víkingaskipið nálægt þorpinu.

Útsýni innan úr víkingaþorpinu

Víking Cafe

Hvernig hljómar heitur kaffibolli eftir víkingaævintýrið þitt? Kíktu þá í heimsókn á Víking Cafe.

Uppgötvaðu kaffihúsið okkar
Með því að smella á "Samþykkja" samþykkir þú að vafrakökur séu vistaðar í tækinu þínu til að greina notkun vefsvæðisins og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar til að fá frekari upplýsingar.